0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Einungis 20,5 milljónir í bætur frá 2016

Skyldulesning

Fjöldi bíla tjónaðist vegna blæðingar á þjóðveginum.

Fjöldi bíla tjónaðist vegna blæðingar á þjóðveginum.

Á bilinu 50-70 tilkynningar hafa borist Vegagerðinni vegna tjóns sem orðið hefur vegna blæðinga á þjóðveginum á milli Borganess til Skagafjarðar. Engin viðgerð verður gerð á veginum þar sem einungis þarf að skafa tjöruna af honum. Á árunum 2016-2020 hafa bifreiðareigendur hingað til einungis fengið tjón bætt að andvirði rúmlega 20,5 milljónir króna í heild.  

Samtals greiðslur Vegagerðarinnar vegna skemmda á bifreiðum 

  • 2016 – 890.927 kr.  
  • 2017 – 5.051.523 kr. 
  • 2018 – 5.432.575 kr.
  • 2019 – 8.394.506 kr. 
  • 2020 – 793.137 kr

Helgast þessi lága tala að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, af því að um leið og búið er að tilkynna mál, eða setja upp merkingar, sé ábyrgðin ekki lengur á herðum Vegagerðarinnar.  

Leiða má líkum að því að tjón Vegagerðarinnar sé nokkuð vegna blæðinganna sem komu upp og til áréttingar þá eru þær tölur ekki komnar inn í tölurnar 2020. Að sögn G. Pétur á blæðingin sér stað þegar tjaran „sogast“ upp úr klæðingunni, gjarnan vegna flutningabifreiða.  

G. Pétur Matthíasson.

G. Pétur Matthíasson.

Styttist í að malbikun sé jafn dýr kostur  

Eins og fram kom í tilkynningu frá Vegagerðinni er malbik um 3-5x dýrara en klæðing. Það er þó eingöngu við lagningu. Að sögn G.Péturs kemur að þeim tímapunkti, að teknu tilliti til viðhalds og endingar að kostnaðurinn við lagningu malbiks sé sá sami þegar til lengri tíma er litið.  Hann segir að á sá tímapunktur nálgist. „Það er búið að breikka og styrkja veginn mjög mikið vegna aukinnar umferðar. Hins vegar lentum við í því vegna aukins ferðamannastraums varð leiðin frá Reykjavík til Jökulsárlóns varð umferðarmeiri,“ segir G. Pétur.  

Innlendar Fréttir