7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Eiríkur á Omega krefst þess að fjársvikamáli á hendur sér verði vísað frá

Skyldulesning

Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna.

Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu.

Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan byggir meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið.

Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm

Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra.

Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða liggur fyrir, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir