3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Eiríkur atvinnumaður í þriðju greininni

Skyldulesning

Eiríkur Helgason

Eiríkur Helgason

Ljósmynd/Akureyri.net Skapti Hallgrímsson

Eiríkur Helgason, sjóbretta- og hjólabrettamaður er nú atvinnumaður í þriðju brettagreininni; sjóhjólabretti. Hann segir það vera blöndu af hjólabretti og snjóbretti enda kallað snowscate á ensku.

Akureyri.net greinir frá.

Eiríkur á glæstan snjóbrettaferil að baki og er enn að. Fáir vita þó að hann er líka hjólabrettamaður. Í ferli hans felst að ferðast um heiminn, taka þátt í keppnum, sýna listir sínar og gefa út myndbönd af listum sínum.

Nú hefur hann skrifað undir samning við kanadískt fyrirtæki um atvinnumennsku í þriðju greininni. 

Snjóhjólabretti er eins og hjólabretti að ofan en snjóbretti að neðan. Eiríkur segir í samtali við akureyri.net að flöturinn sem staðið er á sé hrjúfur og ekki séu bindingar hann „getur því stokkið og snúið brettinu í loftinu,“ segir Eiríkur.

Innlendar Fréttir