7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Eitt af stærstu málum vetrarins

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

„Þetta verður væntanlega eitt af stóru málum vetrarins. Þetta er töluvert flækjustig og mikilvægt að vel takist til,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð. 

Skiptar skoðanir eru á málinu en ljóst er að hluti þingmanna Sjálfstæðisflokks er mótfallinn frumvarpinu. Aðspurður segir Njáll að vinna verði málið meira. „Ég held að það sé mikil vinna fram undan hvað þetta mál varðar. Hún snýr m.a. að hugmyndum um jaðarsvæði, orkuveituna, raforkuflutninga og vegsamgöngur um garðinn,“ segir Njáll.

Mikilvægt að sátt náist

Að hans sögn eru margir hagsmunir undirliggjandi og viðurkennir hann að málið sé eitt það erfiðasta á kjörtímabilinu. „Þetta er klárlega eitt af erfiðari og stærri málum vetrarins. Það er engin spurning. Það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í úrvinnslu málsins og við náum sátt,“ segir Njáll og bætir við að vinna verði málið í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög. 

„Við erum með vegsamgöngur inn í þessu. Það þarf að ná góðri sátt við sveitarfélögin og hvernig heimafólk á viðkomandi svæðum lítur á þetta. Þetta er stórt og mikilvægt mál.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir