Eitt stærsta svarthol sem fundist hefur – 30 milljörðum sinnum stærra en sólin – DV

0
93

Með því að nota þyngdaraflslinsur og ofurtölvur hafa vísindamenn fundið risastórt svarthol. Það er eitt það stærsta sem fundist hefur. Massi þess er um 30 milljörðum sinni meiri en massi sólarinnar. Svartholið er í 2,7 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni í björtustu vetrarbrautinni í vetrarbrautarþyrpingunni Abell 1201.

Rannsóknin var birt nýlega í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society. Í henni kemur fram að svartholið sé í efri mörkum þeirrar stærðar sem talið er að svarthol geti náð fræðilega séð.

Það að finna svarthol af þessari stærð er fyrsta skrefið í að komast að hvernig þau geta orðið svona stór að sögn vísindamannanna.