0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Eitthvað sem áhugavert er að hlusta á

Skyldulesning

Þó að ég hafi haft lítinn tíma til að þvælast um netið að undanförnu, hef ég rekist á ýmislegt sem ég hef reynt að hlusta á, aðallega fyrir svefninn á síðkvöldum.

Hér eru nokkur hlaðvörp/fréttir/viðtöl sem ég held að vel sé þess virði að hlusta á.  Ekki vegna þess að ég sé 100& sammála því sem þar kemur fram, heldur vegna þess að það er þörf að hlusta það sem hvetur til umhugsunar og að líta á málin frá sjónarhornum sem eru ekki endilega í daglegri umræðu.

Hér fyrst er umræða á milli Brynjars Níelssonar og Sölva Tryggvasonar.  Virkilega fróðlegt samtal sem ég hvet alla til að hlusta á.  Sölvi stendur sig vel og Brynjar sömuleiðis.

Brynar er reyndar einn af fáum þingmönnum sem ég tel vera „nauðsynlega“, vegna þess að hann er einn af þeim fáu sem „fjölgar sjónarhornunum“

Hér er svo erindi sem Arn­ar Þór Jóns­son flutti á 1. desember fundi.  Erindi er hans fullt af hugsunarvekjandi atriðum sem allir hafa gott af því að velta fyrir sér.

Loks er eru hér tvö viðtöl úr Harmageddon sem eins og svo oft áður koma með athyglisverð sjónarmið í umræðuna.

Hér er athyglisvert viðtal við Tryggva Hjaltason um stöðu drengja í Íslnenska menntakerfinu.  Virkilega fróðlegt viðtal sem vert er að hlusta á.

https://www.visir.is/k/bc527ab8-839b-4039-9a5f-e0e39bc7212e-1606828048791

Svo er hér annað viðtal úr Harmageddon, við Arnar Sverrisson, sálfræðing, sem hefur skrifað margar greinar um „jafnréttisiðnaðinn“. Það er virkilega umhugsunarvert að vísir.is, hafi neitað að birta greinar hans.  En líklega er „takmarkað pláss á internetinu“.

https://www.visir.is/k/e1fac729-5680-4e17-a02c-36ed2c5bea32-1606742462941


Innlendar Fréttir