5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Ekkert fær stöðvað jólalestina

Skyldulesning

Jólalest Coca-Cola er er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra landsmanna. Hún ók nú um götur höfuðborgarsvæðisins í 25. skipti, spilaði jólalög og vakti upp jólaskapið í borgarbúum.

Jólalestin samanstendur af fimm ljósaskreyttum bílum og öflugu hljóðkerfi, sjón er sögu ríkari eins og sjá má í meðfylgjandi myndasyrpu. Lestin ók um götur borgarinnar í lögreglufylgd.

Stoppaði ekki í ár

Vegna samkomutakmarkana í ár stoppaði lestin ekki eins og venja hefur verið. „Coca-Cola landsmenn til að fylgjast með lestinni og ljósadýrðinni úr góðri fjarlægð sem er engu síðri upplifun,“ segir í tilkynningu frá Coca Cola.

Helga Þórðardóttir, markaðsfulltrúi hjá Coca-Cola, segir að undirtektir hafi verið framar vonum þrátt fyrir breytt fyrirkomulag. Hún segist aldrei hafa séð jafn mikinn fjölda koma saman, með sóttvarnir fyrir leiðarljósi, í Stuðlahálsi þar sem Jólalestin lagði af stað.

„Við ákváðum í ár að láta verða að þessu þrátt fyrir að ekki hægt væri að stoppa og sprella eins og gert hefur verið undanfarin ár, við höfum fengið fjölda fyrirspurna allt frá því í ágúst hvort að Jólalestin verið ekki örugglega haldin í ár,“ sagði Helga í samtali við mbl.is í kvöld.

Innlendar Fréttir