2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Ekkert fullnægir Loga – nema völd

Skyldulesning

Formaður Samfylkingar segist vera ánægður með nýjar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar en þær séu ,,ekki fullnægjandi.“

Til að fullnægja Loga hefðu aðgerðirnar átt að koma fram síðast liðið vor.

Hængurinn á málflutningi Loga er að í vor var þriðja bylgja farsóttarinnar ekki skollin á. Í vor og sumar nutu landsmenn lífsins tiltölulega sóttfríir. Þriðja bylgjan skall á í haust. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast við ástandið eins og það er núna, ekki eins og það var fyrir hálfu ári.

Formaðurinn er allt þrennt: ófullnægður, áttavilltur og án tímaskyns.

Eina sem fullnægir Loga er að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn fái ríkisstjórnarvald. En það yrði mjög ófullnægjandi fyrir þjóðina.


Innlendar Fréttir