Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Arnari Sveinssyni, 32 ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september síðastliðnum.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að Arnar sé um 185 sentimetrar á hæð, grannvaxinn, rauðhærður, með sítt hár, rautt skegg og gleraugu.
„Vitað er að hann fór til Þýskalands í ágúst s.l þar sem hann fór til Berlínar.
Ef einhver getur gefið upplýsingar um ferðir Arnars síðan í september er viðkomandi beðinn um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi í síma 444-0650 eða netfangið: rannsoknaustur@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni.