6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

„Ekkert stríð“ – Leikmaður Atalanta mótmælti innrás Rússlands í kvöld

Skyldulesning

Ruslan Malinovskyi, leikmaður Atalanta og Úkraínu, sýndi heimalandi sínu stuðning er hann skoraði tvö mörk í sigri Atalanta á Olympiakos í Evrópudeildinni í kvöld.

Hinn 28 ára gamli Malinovskyi bætti við öðru marki gestanna á 67. mínútu eftir gott spil, og þriðja markið kom tveimur mínútum síðar þegar hann hamraði boltann í netið af löngu færi, lokatölur 3-0 fyrir Atalanta sem vinnur viðureignina samtals 5-1.

Malinovskyi fékk tækifæri til að lýsa yfir stuðningi við heimaland sitt Úkraínu eftir að her Rússlands gerði innrás í landið í nótt.

Hann fór úr treyju sinni en undir henni var hann í vesti sem á stóð „Ekkert stríð í Úkraínu“ Malinovskyi var faðmaður af liðsfélögum sínum í kjölfarið.

🙏❤️ pic.twitter.com/gs0qa7vldU

— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) February 24, 2022

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir