5.3 C
Grindavik
27. september, 2022

Ekkert verður af sam­einingu á Vestur­landi

Skyldulesning

Innlent

Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær verða áfram aðskilin sveitarfélög.
Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær verða áfram aðskilin sveitarfélög. Vísir/Vilhelm

Tillaga um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar var felld í kosningum í dag.

Kjörstjórnir hafa lokið talningu í Eyja- og Miklaholtshreppi og Snæfellsbæ að því er segir í á vefsíðunni Snæfellingur sem sett var á leggirnar til að kynna sameiningarverkefni sveitarfélaganna tveggja.

Í Snæfellsbæ var tillagan samþykkt með minnsta mun en í Eyja- og Miklaholtshreppi voru rúmlega tvöfalt fleiri sem kusu gegn tillögunni en með.

Í Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn var 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá.

  • Já sögðu 20
  • Nei sögðu 41
  • Einn kjörseðill var ógildur

Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35 prósent. Alls greiddu 412 atkvæði, en 1.174 voru á kjörskrá.

  • Já sögðu 207
  • Nei sögðu 201
  • Auðir seðlar voru fjórir

Tillagan er því felld og verður ekki af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir