Ekki búinn að semja við Barcelona ennþá – Enn óvíst hvað gerist í sumar – DV

0
144

Það er kjaftæði að Ilkay Gundogan sé búinn að ná samkomulagi við Barcelona um að ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Þetta segir Ilhan Gundogan sem starfar bæði sem umboðsmaður miðjumannsins og er frændi hans.

Barcelona var talið vera búið að tryggja sér þjónustu Gundogan sem verðúr samningslaus í júní.

Það eru hins vegar kjaftasögur og eru ennlíkur á að Þjóðverjinn verði um kyrrt í Manchester.

,,Við erum klárlega ekki búnir að ná samkomulagi við neitt félag. Ilkay er aðeins að einbeita sér að Manchester City,“ sagði Ilhan.

,,Hann er á mikilvægum tímapunkti á tímabilinu og við einbeitum okkur að því. Hvar Ilkay spilar á næsta tímabili er enn opið mál.“

Enski boltinn á 433 er í boði