6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Ekki búist við öðru en að Rúnar Alex byrji hjá Arsenal á morgun

Skyldulesning

Mikel Arteta stjóri Arsenal ætlar að hvíla marga af sínum bestu mönnum þegar Arsenal heimsækir Molde í Evrópudeildinni á morgun.

Búist er við því að Rúnar Alex Rúnarsson markvörður íslenska landsliðsins fái tækifæri í leiknum.

Rúnar Alex hefur fengið tækifæri í einum leik til þessa en hann byrjaði leik gegn Dundalk á heimavelli í Evrópudeildinni.

Bernd Leno stóð vaktina í heimaleiknum gegn Molde en nú er búist við því að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í Noregi.

Arsenal er með níu stig eftir þrjá leiki og sigur á morgun kemur liðinu áfram í 32 liða úrslit. Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal í sumar frá Dijon í Frakklandi.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir