-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald: Rannsókn málsins miðar vel

Skyldulesning

Myndskeið af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans. Þar var það í birtingu í vel á annan sólarhring áður en það var fjarlægt.
Myndskeið af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans. Þar var það í birtingu í vel á annan sólarhring áður en það var fjarlægt.

Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar þess að hafa birt myndskeið af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu.

Myndskeiðið er tvær og hálf mínúta að lengd og sýnir manninn, sem er bardagaíþróttamaður, sparka í og berja annan mann. Hann var handtekinn eftir að myndbandið birtist á Facebook en var upphaflega sleppt.

Tveimur dögum seinna birtist annað myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem einhver virtist kasta bensínsprengju gegnum rúðu á fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Greint var frá því að bardagamaðurinn væri búsettur í umræddri íbúð.

Lögreglan fór í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit og handtók tvo menn á þrítugsaldri, m.a. manninn sem um ræðir. Þá voru höfð afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi.

Í kjölfar aðgerðanna var lýst eftir Ævari Annel Valgarðssyni, sem gaf sig fram fimm dögum seinna. 


Tengdar fréttir


Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar.


Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum.


Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára.


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu.


Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir