2 C
Grindavik
14. maí, 2021

Ekki gosið við Fagradalsfjall í 6.000 ár

Skyldulesning

Snæbjörn ritar að snemma hafi komið í ljós að kvikan …

Snæbjörn ritar að snemma hafi komið í ljós að kvikan sem kom upp í Geldingadölum barst djúpt að og hafði aðra efnasamsetningu heldur en kvikan í flestum gosum okkar tíma.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin glænýja Geldingadalaeldstöð er um margt afar áhugaverð í jarðfræðilegu tilliti. Umfangsmesta hraunið við Fagradalsfjall frá lokum síðasta jökulskeiðs nefnist Þráinsskjöldur og er gríðarstór dyngja, en tíminn mun leiða í ljós hvort eldgosið í Geldingadölum verði dyngjugos.

Í umfjöllun Snæbjörns Guðmundssonar á vef Náttúruminjasafns Íslands segir að eftir Þráinsskjaldargosið hafi mörg minni gos orðið á svæðinu en ekkert í líkingu við það. Þessi gos hafi flest komið upp um gossprungur og hraun runnið tiltölulega stuttan veg. Yngst þessara hrauna sé Beinavörðuhraun sem sé að minnsta kosti sex þúsund ára gamalt. Þar til 19. mars 2021 hafði því ekki gosið við Fagradalsfjall í meira en sex þúsund ár þótt fjöldi gosa hafi orðið annars staðar á skaganum.

Frumstæð kvika beint upp úr möttlinum

Snæbjörn ritar að snemma hafi komið í ljós að kvikan sem kom upp í Geldingadölum barst djúpt að og hafði aðra efnasamsetningu en kvikan í flestum gosum okkar tíma. Í slíkum tilvikum tala jarðfræðingar um frumstæða kviku. Efnasamsetningin bendir til þess að kvikan berist af miklu dýpi og staldri ekki við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborð, en í tilviki Geldingadalagossins bendir hlutfall mismunandi frumefna og kristalla í kvikunni til þess að hún komi beint af um 15 km dýpi eða jafnvel meira. Mörk jarðskorpu og möttuls eru á þessu bili og því hægt að segja að kvikan komi nánast beint upp úr möttlinum. 

Dyngjugos?

Efnasamsetning kvikunnar sem kemur upp líkist mjög efnasamsetningu þess hrauns sem myndar stóru dyngjurnar á Reykjanesskaganum og annars staðar á landinu og hefur því verið fleygt að gosið í Geldingadölum sé einmitt svokallað dyngjugos, en Snæbjörn telur skynsamlegra að bíða með að stimpla gosið sem slíkt nema í mjög þröngum jarðefnafræðilegum tilgangi.

Standi gosið aftur á móti í marga mánuði eða nokkur ár sé hins vegar ekki ólíklegt að gígopið hlaði undir sig dágóðum aflíðandi hraunbunka og myndi að lokum dyngju, en við lok síðasta jökulskeiðs kom upp fjöldi gríðarstórra dyngjuhrauna víða á gosbeltinu sem liggur um Ísland frá Reykjanestá norður í Öxarfjörð. Þráinsskjöldur norðan Fagradalsfjalls er gott dæmi um dyngju, en þekktustu og stærstu dyngjurnar eru fjöll eins og Skjaldbreiður og Trölladyngja norðan Vatnajökuls.

Þá teljist Geldingadalagosið enn sem komið er ansi lítið á flesta mælikvarða, bæði hvað varðar hraunrennsli og sprengivirkni, en með tíð og tíma gæti hins vegar mikið hraun streymt upp úr gosopinu. Haldi hraunrennslið, sem mælst hefur um sex rúmmetrar á sekúndu, áfram á sama hraða muni það hins vegar taka sjö ár að jafna Holuhraun og miklu lengri tíma að mynda stóra formfagra dyngju.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir