2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Ekki hrifnir en líkurnar aukast alltaf

Skyldulesning

Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast tvisvar með stuttu millibili.

Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast tvisvar með stuttu millibili. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að ljóst sé að hvorki hans menn né keppinautarnir í Manchester City séu sérstaklega hrifnir af því að liðin skuli mætast með aðeins sex daga millibili um miðjan apríl.

Liðin mætast í sannkölluðum toppslag í ensku úrvalsdeildinni sunnudaginn 10. apríl og aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar laugardaginn 16. apríl.

„Þeir eru örugglega ekkert sérstaklega hrifnir af því og það erum við ekki heldur. En eftir því sem lengra líður á tímabilið aukast líkurnar á fleiri leikjum gegn City. Ef þú mætir þeim ekki fyrr í bikarnum er líklegt að það gerist í undanúrslitum eða úrslitaleik,“ sagði Klopp við Daily Mail í dag.

Hann kvaðst viss um að í herbúðum City væri hugarfarið það sama. „Ég held að þeir séu heldur ekkert yfir sig kátir með að hafa dregist gegn okkur, við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp.

Bæði lið eru komin í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar gætu þau ekki mæst fyrr en í úrslitaleiknum því þegar hefur verið dregið til undanúrslitanna og þar myndu þau ekki lenda saman.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir