2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Ekki komið til skoðunar að herða refsingar

Skyldulesning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki hefur komið til skoðunar að herða refsingar vegna brota á sóttvarnalögum, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Hingað til hefur eingöngu sektum verið beitt. 

„Það er auðvitað bara áskorun þegar aðilar eru smitaðir sem almennt fylgja ekki reglum samfélagins, hvort sem er á þessum tímum eða áður. Við erum í góðu samstarfi við lögregluna um það hvernig þetta er gert með bestum hætti án þess að skerða mikið borgaraleg réttindi fólks eða annað,“ segir Áslaug í samtali við mbl.is. 

Sóttvarnareglur verða með svipuðum hætti og nú fram til annars desember. Heilbrigðisráðherra sagði blaða- og fréttamönnum frá þrenns konar tilslökunum á reglunum eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Til þessa hefur verið tilkynnt um u.þ.b. 300 brot á sóttvarnalögum. 

Innlendar Fréttir