6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Ekki kvartað undan afla en veðrið mætti vera betra

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Bergey VE 144 hefur átt í ágætum veiðum, en veðrið var leiðinlegt að sögn skipstjóra.

Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason

„Það gekk vel að veiða ef tekið er tillit til þess að við vorum á sífelldum flótta undan veðri,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Bergeyju VE, í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Bergey kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun með fullfermi og var uppistaða aflans ufsi.

„Við byrjuðum í Sláturhúsinu og síðan færðum við okkur vestur á Öræfagrunn, Kötlugrunn og loks í Reynisdýpið. Það var ekkert hægt að kvarta undan aflanum en veðrið hefði mátt vera miklu betra. Aflanum verður landað í dag og veðurútlit mun síðan hafa mikið að segja um framhaldið,“ segir Jón.

Fram kemur í færslunni að systurskipið Vestmannaey VE hefur verið að karfaveiðum fyrir sunnan og vestan Eyjar. Þá hefur afli hefur verið ágætur á daginn en lélegur yfir nóttina. Gert er ráð fyrir að skipið fylli í kvöld og landi í Eyjum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir