8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

„Ekki oft sem maður vonar að það fari að snjóa“

Skyldulesning

Mikið álag er á lagnakerfi bæjarins vegna vatnselgs sem kemur …

Guðjón Már Jónsson hjá björgunarsveitinni Ísólfi og fulltrúi Almannavarna í aðgerðum á Seyðisfirði segir að vel sé fylgst með hlíðunum fyrir ofan byggð á Seyðisfirði. Enn má heyra skruðninga úr hlíðunum fyrir ofan bæinn og ljóst er að þar er allt „fleygiferð“. 

„Við þurfum að bíða og sjá og allt verður lokað vegna veðurs í dag. Gagnvart okkur snýst þetta um að bíða og sjá til hvort ástæða sé til frekari aðgerða,“ segir Guðjón. 

Mikið álag er á lagnakerfi bæjarins vegna alls þess vatnselgs sem kemur úr hlíðunum. Vinnur slökkviliðið að því að dæla vatni út í sjó til þess að reyna að minnka álag. 

Guðjón Már Jónsson á skrifstofu sinni fyrir austan.

Allt á fleygiferð

Guðjón segir að fundað verði með lögreglu, sveitafélagi, slökkviliði, almannavarnarnefnd og Rauða krossinum klukkan 13. Meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort rýma beri stærra svæði en nú er. Þeger hefur fimm götum verið lokað og hafa um 120-130 manns þurft að yfirgefa heimili sín. 

Á Seyðisfirði er grenjandi rigning búin að vera í allan morgun. Vatnselgir hafa safnast saman hér og þar. Þá má heyra mikla skruðninga úr stærstu aurskriðunni sem fallið. Guðjón segir það til marks um að hlíðin sé enn á fleygiferð. „Það er ekki oft sem maður vonast eftir því að það fari að snjóa. En það er núna,“ segir Guðjón.

Innlendar Fréttir