Ekki segja yfirmanni þínum frá þessu! – DV

0
123

Ef þú ert að lesa þessa grein í langþráðri pásu í vinnunni, þá er kannski best að hafa hljótt um hana og alls ekki segja yfirmanninum frá innihaldi hennar. Ástæðan er að niðurstaða nýrrar rannsóknar bendir til að það að taka stuttar pásur yfir vinnudaginn auki ekki einbeitinguna eða veki þig.

Vísindamenn rannsökuðu áhrif 10 mínútna hléa á frammistöðuna í vinnu. Þeir rannsökuðu vitsmuna virkni, áhuga, skap og virkni miðtaugakerfisins. Þátttakendurnir voru 18 karlar á aldrinum 23 til 29 ára. Blóðsýni voru tekin úr þeim og þeir fóru í heilaskanna.

Þátttakendurnir voru í skrifstofu, sem hafði verið útbúin sérstaklega fyrir rannsóknina, og sinntu skrifstofustörfum í níu klukkustundir. Þeir fengu 10 mínútna pásu á 50 mínútna fresti.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í the International Journal of Psychophysiology, kemur fram að reglulegar pásur orsökuð andlega örmögnun. Þetta hafði áhrif á getu þátttakendanna til að einbeita sér og hafði neikvæð áhrif á virkni vitsmunaþátta á borð við athygli, námsgetu og sjóngreiningu.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Marius Brazaitis hjá Lithuanian Sports University, sagði að þvert á það sem almennt er talið, þá sýni niðurstöður rannsóknarinnar að það að taka stutt hlé yfir daginn bæti ekki vitsmunalega frammistöðu eða komi í veg fyrir þreytu.