Laugardagur, 5. desember 2020
Þótt jólin nálgist eiga stjórnvöld ekki að veita tilslakanir vegna veirunnar af þeim sökum. Kostnaður við það yrði of mikill í nýrri útbreiðslu veirunnar. Við getum alveg búið við það að jólin verði öðru vísi í eitt skipti.
Hvað eftir annað hafa vaknað bjartar vonir um að okkur væri að takast að koma böndum á veiruna en þær vonir hafa aftur og aftur orðið að engu.
Nú eru raunhæfar vonir um að það sjá fyrir endann á faraldrinum á næsta ári.
Að veita tilslakanir nú vegna jólanna væri eins konar meðvirkni, sem er afar hættulegur sjúkdómur.