10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Ekki tímabært að hlæja að Lukaku

Skyldulesning

Romelu Lukaku og Thomas Tuchel.

Romelu Lukaku og Thomas Tuchel. AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri enska félagsins Chelsea, segir það ekki tímabært að henda gaman að Romelu Lukaku, sóknarmanni liðsins, vegna erfiðleika hans í undanförnum leikjum.

Lukaku vakti athygli um helgina þegar hann snerti boltann aðeins sjö sinnum á 90 mínútum auk uppbótartíma í 1:0-sigri á Crystal Palace, sem er met frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði.

„Hann er í sviðsljósinu og við munum vernda hann. Romelu verður ávallt hluti af lausninni.

Stundum er þetta svona hjá framherjum, þeir geta átt í vandræðum með sjálfstraustið og að finna pláss til að koma sér inn í leikinn gegn góðum varnarliðum.

Auðvitað er þetta ekki eitthvað sem við óskum okkur eða sem Romelu óskar sér en það er ekki tímabært að hlæja að honum og gera grín að honum,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir