0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Ekki vel valin dæmi

Skyldulesning

Samsæriskenningar um Covid snúast um aðra hluti en hvort grímunotkun geri gagn og hvort einkennalausir smiti aðra.

Hvað grímunotkunina varðar þá eru einfaldlega ekki til neinar rannsóknir sem sýna að grímuskylda fækki smitum. Punktur. En vitanlega er til fullt af rannsóknum sem sýna gildi þess að grímur séu notaðar, t.d. á skurðstofum. En það er einfaldlega bara allt annar handleggur.

Og varðandi smit einkennalausra er það atriði sem enn er til rannsóknar. Nýleg rannsókn í Wuhan bendir til að slíkt smit sé afar fátítt.

Ég hef ekki hugmynd um hvaða menntun þessi Auður Ingólfsdóttir hefur, en mér segir svo hugur að hún sé ekki sérfræðingur í sóttvörnum eða í læknisfræði. Hver sem er getur fundið hvað sem er á netinu til að styðja við skoðanir sínar, en ef menntunina á viðkomandi sviði skortir, og maður hefur engan með slíka menntun til að leiðbeina sér, þá verða niðurstöðurnar gjarna frekar marklausar. Sér í lagi ef maður hefur ekki þjálfun í gagnrýninni hugsun.

Það sýnist mér því miður eiga við í þessu tilfelli.


Innlendar Fréttir