1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

„Ekki viss um að þeir viti hvernig eigi að vinna leiki“

Skyldulesning

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley. AFP

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, segist í hálfleik í leiknum gegn Everton í gærkvöldi hafa minnt leikmenn sína á að Everton hafi átt í miklum vandræðum með að vinna leiki á tímabilinu og þá sérstaklega á útivelli.

Everton var 1:2 yfir í hálfleik en Burnley sneri taflinu við í þeim síðari og vann gífurlega mikilvægan 3:2-sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég sagði við leikmenn í hálfleik: „Strákar, ég er ekki viss um að þeir viti hvernig eigi að vinna leiki, sérstaklega ekki á útivelli.“ Við verðum að spila með það í huga,“ sagði Dyche um hálfleiksræðu sína eftir leik í gærkvöldi.

Everton fékk síðast stig á útivelli í deildinni í 1:1-jafntefli gegn Chelsea í desember síðastliðnum og vann síðast útileik í henni í ágúst.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir