4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Eldgosið fær mikla aðsókn og athygli

Skyldulesning

Innlent

| Morgunblaðið
| 9.4.2021
| 5:30

Eldgosið í Geldingadölum.

Eldgosið í Geldingadölum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ætla má að allt að 50.000 manns hafi lagt leið sína að gosinu í Fagradalsfjalli frá því það hófst.

Samkvæmt teljara Ferðamálastofu höfðu yfir 37 þúsund manns farið stikuðu gönguleiðina í fyrradag. Teljarinn byrjaði að telja 24. mars. Hann telur ekki þá sem fara aðra leið en þá stikuðu og eins vantar alla sem fóru þangað fyrstu dagana eftir að eldgosið byrjaði.

Eldsumbrotin hafa vakið gríðarmikla athygli erlendis. Í gær voru umfjallanir erlendis orðnar fleiri en 16 þúsund, samkvæmt talningu Íslandsstofu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í  dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir