7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Eldi á Íslandi verður ekki stundað frá Noregi

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Lars Måsøval, stjórnarformaður norska fiskeldisfyrirtækisins sem keypti nýverið meirihluta í eignarhaldsfélagi Fiskeldi Austfjarða, boðar talsverða atvinnuuppbyggingu á Austurlandi á komandi árum.

Ljósmynd/Måsøval

Nýir eigendur meirihluta hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Fiskeldi Austfjarða, Ice Fish Farm AS, stefna að mikilli uppbyggingu á Austfjörðum og benda á að það skorti öflugri innviði til að skapa grundvöll fyrir fiskeldisgeirann til framtíðar. Nýju eigendurnir, norska fyrirtækið Måsøval, voru fyrir viðskiptin með meirihluta í Löxum fiskeldi ehf. en hafa sjálfir stundað fiskeldi í Noregi í um hálfa öld.

„Mesti munurinn á fiskeldi á Íslandi og í Noregi er að í Noregi hefur verið byggður upp mikill þjónustu- og flutningaiðnaður í kringum greinina sem nauðsynleg forsenda skilvirkrar og [efnahagslega] sjálfbærrar framleiðslu. Hvort sem það tengist fiskiheilsu, þjónustubátum, sílaframleiðslu, slátrun eða rannsóknastofum, sem og hagkvæmum flutningaleiðum á markaðina,“  segir Lars Måsøval, stjórnarformaður norska fyrirtækisins Måsøval Fiskeoppdrett AS.

„Það leiðir af sér meiri fjármagnsþörf á hvert framleitt kíló af fiski. Síðan þarf ákveðið magn af laxi til að það sé einfaldlega hægt að byggja upp góðan og samkeppnishæfan söluiðnað fyrir greinina,“ bætir hann við.

Måsøval kveðst hafa mikla trú á að á Austfjörðum séu töluvert góðar forsendur fyrir arðbærri fiskeldisgrein. „Ég held að fiskeldi á Íslandi, eins og í Noregi, mun verða mjög mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni. Störf munu verða til á svæðum þar sem þörf er á þeim og síðan skapa grundvöll fyrir aðra starfsemi og atvinnuþróun. Måsøval hefur verið með viðveru á austurhluta Íslands frá því að við gengum til liðs við Laxa fiskeldi árið 2016. Með þeirri fjárfestingu höfum við kynnst vel líffræðilegum aðstæðum svæðisins og styrkst í þeirri trú að fiskeldi geti orðið mjög mikilvæg atvinnugrein fyrir landshlutan og landið allt.“

Útilokar ekki samruna

Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi eru bæði fyrirferðarmikil í íslensku fiskeldi. Samanlögð framleiðsla fyrirtækjanna tveggja gæti orðið, fái þau öll leyfi sem sótt hefur verið um auk útgefinna leyfa, tæplega 54 þúsund tonn sem er ríflega helmingur þess hámarkslífmassa sem Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt fyrir landið allt.

„Við gátum einfaldlega ekki sleppt tækifærinu að nýta reynslu okkar og vera leiðandi í þróun greinarinnar á Austurlandi,“ segir Lars Måsøval um fjárfestinguna í Fiskeldi Austfjarða.

Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Spurður hvort líkur séu á samruna fyrirtækjanna segir Måsøval margt óráðið í þeim efnum þar sem kaupin eru háð samþykki bæði norskra og íslenskra samkeppnisyfirvalda og þarf að bíða eftir niðurstöðum þeirra áður en nokkuð er ákveðið um framhaldið.

„Almennt get ég sagt að þegar rekstur er tengdur líffræði er mikilvægt að byggja upp trausta rekstrarferla til að vernda gegn sníkjudýrum og sjúkdómum, auk þess til að gefa tækifæri til að hvíla svæði og forðast nýtingu umfram líffræðilega burðargetu,“ útskýrir hann og bendir á að með því að samræma aðgerðir svo sem nýtingu og hvíld svæða sé hægt að þróa sjálfbæran fiskeldisiðnað.

Vilja fjölga störfum á Íslandi

Þá segir stjórnarformaðurinn, sem einnig er annar tveggja aðaleigenda norska fyrirtækisins, að það sé stefnt að áframhaldandi fjárfestingum í rekstrinum á Íslandi.

„Á næsta ári er áætlað að koma átta milljónum fiska í kvíar á Austfjörðum og er það aukning um 50% frá yfirstandandi ári. Árið 2022 eru áætlanir um að sleppa yfir tíu milljónum síla. Til að takast á við vöxtinn er verið að byggja upp innviðina á landi í báðum fyrirtækjunum. Til viðbótar kallar þetta á verulegar fjárfestingar í kvíum, bátum, netum, hafnaraðstöðu og slátrun. Mikilvægast er þó að við þurfum miklu fleiri starfsmenn, sem vilja þróa nýja og flotta atvinnugrein með okkur.“

Laxinn er hreinsaður og þveginn í sláturhúsi Búlandstinds á Djúpavogi.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Hann segir fyrirtækið þekkja vel til fiskeldisgreinarinnar og hvernig byggja skal upp atvinnurekstur á landsbyggðinni.

„Måsøval var stofnað á lítilli eyju í Mið-Noregi sem heitir Frøya og hefur um það bil fimm þúsund íbúa. Við höfum tekið þátt í uppbyggingu norsks fiskeldisiðnaðar frá byrjun áttunda áratugarins og séð hversu mikilvæg atvinnugrein okkar hefur orðið fyrir heimabyggðina okkar. Við höfum mikla trú á að við getum, með krafti íbúa, þróað miðstöð fyrir íslenska laxframleiðslu og við teljum ekki hægt að stunda eldi á Íslandi frá skrifstofum í Noregi. Hér ætlum við okkur að þróa iðnaðarstörf sem og sérhæfð störf á okkar sviði. Til að ná árangri teljum við að þekkingin þurfi að vera nálægt framleiðslunni,“ segir Lars.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir