6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Eldisgeirinn bindur vonir við bóluefni

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum, kveðst búast við að markaðurinn fyrir eldisfiskinn taki við sér þegar bóluefni gegn kórónuveirunni kemst í dreifingu.

mbl.is/Árni Sæberg

Útflutningsverð á atlantshafslaxi hækkaði í síðustu viku eftir að hafa lækkað síðustu vikur og verið langt undir því verði sem venjulegt hefur verið á þessum árstíma undanfarin ár. Verðið hefur venjulega hækkað á haustin vegna góðrar sölu á aðventu og um jól en hækkunin hefur látið á sér standa í ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Verðið var 44,89 norskar krónur í síðustu viku, samkvæmt Nasdaq-verðvísitölunni, sem svarar til rúmlega 670 kr. íslenskra. Hækkaði meðalverð á laxi af öllum stærðum um 7,63% frá vikunni á undan. Var það langþráð hækkun vegna þess að verðið hefur farið lækkandi síðustu vikur.

Jólavertíðin er hafin og venjulega eru öll laxeldisfyrirtæki að slátra sem allra mestu á þessum árstíma. Þau sem geta halda nú að sér höndum og geyma laxinn í sjónum í von um að verðið lagist.

Búast við hækkun eftir jól

„Við höfum nánast engu slátrað í nóvember. Miðað við framvirkt verð mun heimsmarkaðsverðið taka við sér fljótlega eftir áramótin. Við höfum því fært slátrunina að mestu yfir í janúar og febrúar,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Austfjörðum.

Verðþróun eldislax eftir vikum.

Jens Garðar er þar að vísa til væntinga markaðarins. Samkvæmt Fish Pool er búist við að verðið fari í rúmar 57 krónur í janúar og febrúar sem svarar til rúmlega 860 króna íslenskra. Fari verðið í þá tölu er það samt lægra en það var á sama tíma á síðasta ári því það var hátt í 80 krónur norskar í janúar.

„Þegar bóluefni kemst í umferð og það fer að slakna á samkomutakmörkunum í Evrópu og hótel- og veitingahúsageirinn fer að taka við sér má búast við að bjartsýni aukist og markaðurinn taki við sér á nýjan leik,“ segir Jens Garðar.

Reiknað er með því að verðið lækki aftur næsta sumar, eins og venjan er, en jafnvægi komist á árið 2022, samkvæmt samantekt Fish Pool á væntingum á markaði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir