5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Eldstöðin í Geldingadal öðru sinni

Skyldulesning

Eftir fyrri ferð okkar Gerðu strax á þriðja degi gossins í Geldingadal ákváðum við Gerða að við þyrftum að fara aftur og sjá gosið í ljósaskiptunum og myrkrinu. Skemmst frá því að segja þá skelltum við okkur í þá ferð á Skírdag eftir að hafa áður gengið 24 kílómetra úr Reykjanesvita að Þorbirni með örlitlu stoppi við að sækja annan bílinn að Reykjanesvita og vöflukaffi hjá mömmu Rósu.

Á leiðar okkar yfir hrunbreiður Eldvarpa beggja megin var ferðin skipulögð. Krakkarnir Helga Katrín, Tómas Bjarki, Óskar (í annað sinn), Sverrir (í þriðja sinn) auk Steinars (í annað sinn) og Maríu kærustu hans mættu í vöfflukaffið og haldið var af stað 17:45 rétt fyrir lokun á veginum inn að Nátthagakrika. Okkur var lóðsað á efsta bílastæðið næst gönguleiðinni. Þurftum reyndar að keyra nærri því niður að Ísólfsskála og aftur uppeftir eftir malarvegi en það var vel þess virði þegar við sáum fólkið á bakaleiðinni um kvöldið, gangandi eftir þjóðveginum niður að stæði 3 sem var við Ísólfsskála. Skipulagið á svæðinu var feykilega gott og það má segja að við vorum með þeim allra síðustu til að koma inn á bílastæðin þar sem veginum er lokað um klukkan 18 í Grindavík.

Við lögum af stað frá bílnum nánast á slaginu klukkan sex. Dóluðum okkur meðfram Borgarfjallinu og upp brekkurnar og upp á Fagradalsfjall. Það var magnað að sjá þegar útsýnið ofan af fagradalsfjalli opnaðist hvað allt var breytt frá því að við vorum þarna á ferð rúmlega 10 dögum áður. Í stað þess að sjá í gosið sjálft sáum við núna bara keilulagaðan tind með reyk á bakvið sig og dalurinn sem við áður höfðum gengið eftir var algjörlega orðinn fullur af hrauni.

 20210401 190244

 Hraunbreiðurnar fylla orðið allan dalinn!

Við göngum rólega eftir sólarganginum vinstramegin við eldstöðina og alla leið fyrir á hæðirnar austan við eldstöðina. Við komumst reyndar ekki lengra þar sem björgunarsveitir með gasmæla stöðvuðu alla vegna hættu á gaseitrun ef lengra væri farið. Þarna sátum við lengi og biðum eftir því að rökkrið skriði inn. Minnti um tíma á útihátíð nema það vantaði einhvern með gítar!

eldgos

Fjölskyldumynd með dýrðina í baksýn

20210401 193643

En sjónarspilið var algjörlega magnað eftir því sem dimmara varð. Ég hefði ekki viljað missa af þessari sjón. Þegar klukkan var að verða níu um kvöldið fórum við að ganga til baka og þegar við vorum kominn til baka yfir erfiðasta hjallann meðfram dalnum má segja að það hafi veirð orðið svartamyrkur. En allt gekk vel og við vorum kominn í bílinn 22:35 og heim um klukkan 23.30 með smá viðkomu í búð.

Heildarvegalengd var tæpir 12 kílómetrar sem er svolítið annað en þeir rúmu 18 sem það tók okkur að ganga síðast en þá þurftum við að ganga alla leið frá móður Rósu í einu af úthverfum Grindavíkur.

ganga


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir