5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Eldur á gistiheimili

Skyldulesning

Eldur kom upp á gistiheimili í Skipholti um fjögurleytið í nótt en þar hafði verið að bræða kertavax í potti.

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu höfðu gestir brugðist rétt við, lokað hurðum og slökkt eldinn þannig að aðeins var hæðin þar sem eldurinn kom upp rýmd. Ekki urðu miklar skemmdir vegna elds en einhverjar vegna sóts og reyks. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk sex tilkynningar um samkvæmishávaða og voru þær allar á svæði lögreglustöðvar 1, það er á Seltjarnarnesi, Vesturbæ, miðborginni og Austurbænum. Einn ökumaður var stöðvaður við akstur sviptur ökuréttindum og tveir voru  handteknir vegna gruns um sölu fíkniefna.

Slökkviliðið sinnti 92 sjúkrahlutningum síðasta sólarhringinn en af þeim voru 16 forgangsflutningar. 5 útköll voru á slökkvibílana, flest öll minniháttar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir