1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Eldur kviknaði í Vestmannaey

Skyldulesning

Eldur kviknaði í fiskiskipinu Vestmannaey er það var á leið í land.

Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Eldur kom upp í vélarrúmi í fiskiskipsins Vestmannaeyja á fimmta tímanum í dag.

Unnið að því að draga skipið í land. Þetta staðfestir Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, í samtali við mbl.is.

Skipið Bergey VE dregur skipið í land í Neskaupsstað en búist er við því að skipin verði í höfn um klukkan tvö í nótt.

„Eldur kviknaði í vélarúminu og ekki náðist að slökkva eldinn með slökkvitæki því var í kjölfarið drepið á öllu. Þá dregst á öllum vélum og lokast fyrir olíu, þá er skipið bara á reki. Við áttum annað skip sem var rétt hjá og vinnur nú að því að draga Vestmannaey í land,“ segir Guðmundur.

Skipið, sem staðsett var 30 mílur suðaustur af landi, var á leið í land til Neskaupsstaðar til löndunar með fullfermi. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir