Eldur logaði í báti í Sand­gerðis­höfn – Vísir

0
200

Innlent

Eldur logaði í báti í Sand­gerðis­höfn Slökkvilið er enn að störfum við höfnina. Víkurfréttir Eldur kviknaði í báti í Sandgerðishöfn í morgun. Barst eldurinn í brúna og varð hann alelda. Nokkrum klukkutímum áður hafði slökkviliðið slökkt eld í sama bát. 

Þetta staðfestir Ómar Ingimarsson, deildarstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Slökkviliðið er enn að störfum en Víkurfréttir voru með beint streymi frá vettvangi á Facebook-síðu sinn.

 „Við fengum útkall í þennan bát í gærkveldi, um hálftólfleytið. Þá virtist vera eldur í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Það var gengið í þau störf og það virtist allt vera orðið eðlilegt. Lögreglan fékk vettvanginn. Svo byrjaði að koma reykur úr honum um sexleytið í morgun. Þeir fóru aftur út eftir og gengu í skugga að allt væri í lagi þar þegar búið var að kæla. Síðan klukkan níu í morgun gaus upp mikill eldur aftan í bátnum og svo fór það í brúna og annað. Hann varð bara alelda,“ segir Ómar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið