Innlent
| mbl
| 12.12.2020
| 13:06
| Uppfært
13:32
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum.
Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um að reyk legði úr kjallara einbýlishúss á Seljavegi á Seltjarnarnesi. Dælubílar voru sendir á vettvang að sögn varðstjóra. Hann gat ekki tjáð sig meira þar sem dælubílar voru enn á leið á vettvang.
Uppfært 13:26
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í þvottaaðstöðu hússins. Allt tiltækt lið var kallað út í fyrstu en síðan afturkallað þegar í ljós kom að eldurinn var minniháttar. Störf á vettvangi gengu greiðlega og unnið er að því að reykræsta.