10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Elfar Freyr framlengir við Blika til þriggja ára

Skyldulesning

Varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Elfar Freyr er 31 árs og á að baki 284 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks frá fyrsta leik árið 2008 þá 19 ára gamall.

Elfar er fjórði leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi og annar leikjahæsti leikmaðurinn í núverandi leikmannahópi Blika en aðeins Andri Rafn Yeoman hefur leikið fleiri leiki en Elfar Freyr með meistarflokki.

Elfar varð bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010. Hann lék sem atvinnumaður í Grikklandi, Noregi og Danmörku 2011-2013. Elfar Freyr á einn leik með A landsliði Íslands og 6 leiki með U21 árs landsliðinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir