-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Elías á skotskónum í tapi

Skyldulesning

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Helmond Sport í hollensku B-deildinni í kvöld.

Jelle Goselink kom Helmond Sport yfir með marki á 27. mínútu. Jeff Stans tvöfaldaði síðan forystu Helmond Sport með marki á 58. mínútu.

Á 90. mínútu minnkaði Elías Már muninn fyrir Excelsior en nær komst liðið þó ekki. Excelsior situr eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki.

Helmond Sport 2 – 1 Excelsior 


1-0 Jelle Goselink (’27)


2-0 Jeff Stans (’58)


2-1 Elías Már Ómarsson (’90)

Innlendar Fréttir