-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Elías Már skoraði í öruggum sigri

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Excelsior v MVV Maastricht - Dutch Keuken Kampioen Divisie ROTTERDAM, NETHERLANDS - OCTOBER 16: Elias Mar Omarsson of Excelsior during the Dutch Keuken Kampioen Divisie match between Excelsior v MVV Maastricht at the Van Donge & De Roo Stadium on October 16, 2020 in Rotterdam Netherlands (Photo by Pim Waslander/Soccrates/Getty Images)
Excelsior v MVV Maastricht – Dutch Keuken Kampioen Divisie ROTTERDAM, NETHERLANDS – OCTOBER 16: Elias Mar Omarsson of Excelsior during the Dutch Keuken Kampioen Divisie match between Excelsior v MVV Maastricht at the Van Donge & De Roo Stadium on October 16, 2020 in Rotterdam Netherlands (Photo by Pim Waslander/Soccrates/Getty Images)

Íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson var á skotskónum þegar lið hans Excelsior burstaði varalið AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Elías Már var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior og lék allan leikinn.

Markalaust var í leikhléi en á 56.mínútu kom Elías Már sínu liði í forystu. 

Í kjölfarið tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu að lokum öruggan þriggja marka sigur, 4-1.

Excelsior er í 7.sæti deildarinnar með 20 stig eftir þrettán leiki en Elías Már er markahæstur í deildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir