7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Elías Már skoraði í tapi Excelsior

Skyldulesning

Elías Már Ómarsson, var í byrjunarliði Excelsior og spilaði allan leikinn í 3-2 tapi gegn Jong FC Utrecht í hollensku B-deildinni í kvöld. Elías skoraði seinna mark Excelsior. Leikið var á heimavelli Utrecht.

Odysseus Velanas, kom Utrecht yfir með marki á 23. mínútu.

Jeredy Hilterman, tvöfaldaði síðan forystu Utrecht með marki á 40. mínútu.

Heimamenn í Utrecht bættu síðan við þriðja marki sínu í seinni hálfleik, þar var að verki Hicham Acheffay.

Leikmenn Excelsior neituðu hins vegar að gefast upp. Abdallah Aberkane, minnkaði muninn fyrir liðið með marki á 82. mínútu.

Á 90. mínútu fékk Excelsior síðan vítaspyrnu. Elías Már tók spyrnuna og skoraði annað mark liðsins.

Nær komst Excelsior þó ekki. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Jong FC Utrecht.

Exelsior er eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 16 leiki.

Jong FC Utrecht 3 – 2 Excelsior 


1-0 Odysseus Velanas (“23)


2-0 Jeredy Hilterman (’40)


3-0 Hicham Acheffay (’49)


3-1 Abdallah Aberkane (’82)


3-2 Elías Már Ómarsson (’90, víti)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir