0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Elías Már skoraði sárabótamark í tapi Excelsior

Skyldulesning

Elías Már Ómarsson skoraði eina mark Excelsior í 2-1 tapi liðsins gegn Helmond Sport í hollensku B-deildinni í kvöld. 

Jelle Goselink kom heimamönnum í Helmond Sport yfir um miðbik fyrri hálfleiks og var það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæplega klukkustund var liðin af leiknum skoraði Jeff Stans annað mark Helmond og kom þeim þar með 2-0 yfir. 

Excelsior náði ekki að minnka muninn fyrr en alveg í blálokin. Þar var að sjálfsögðu að verki Elías Már Ómarsson. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og lokatölur þar af leiðandi 2-1 Helmond Sport í vil. 

Elías Már hefur nú skorað 14 mörk í aðeins 12 leikjum í deildinni. 

Exelsior er sem stendur í 8. sæti deildarinnar.

Innlendar Fréttir