Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Elfsborg hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.
Landsliðið æfði í gær og í dag í Þýskalandi, liðið heldur á morgun til Bosníu og mætir heimamönnum á fimmtudag.
Elías Rafn Ólafsson markvörður liðsins er meiddur og kemur Hákon inn fyrir hann.
Elías hefur lítið spilað með FC Midtjylland undanfarna mánuði en Hákon Rafn kemur inn í hans stað.
Búist er við að Rúnar Alex Rúnarsson standi vaktina í markinu á fimmtuda gen Patrik Sigurður Gunnarsson er einnig í hópnum.
Breyting á leikmannahópi A karla.
Út: Elías Rafn Ólafsson (meiðsli).
Inn: Hákon Rafn Valdimarsson.#afturáEM pic.twitter.com/Y0YtzIJCGK
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 21, 2023