7 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Elísa­bet komin með UEFA Pro þjálfara­gráðu

Skyldulesning

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu.

Hin 44 ára gamla Elísabet hefur þjálfað Kristianstads við góðan orðstír frá árinu 2011. Þar áður hafði hún þjálfað ÍBV, Breiðablik og Val hér á landi ásamt því að stýra U21 árs landsliði Íslands og aðstoða A-landsliðið um árabil.

Elísabet, eða Beta, eins og hún er nær alltaf kölluð var valin þjálfari ársins í Damallsvenskan – úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð – árið 2017.

Lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar fer fram klukkan 14.00 í dag og fær Kristianstads lið Linköpings í heimsókn. Með sigri gæti liðið stokkið upp í 2. sæti deildarinnar og tryggt sér silfur.

Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með liðinu og þá er Sif Atladóttir einnig á mála hjá félaginu en hún hefur ekki getað leikið með því á leiktíðinni þar sem hún er í barneignarfríi.

Ein sú besta í bransanum

Þakklát fyrir að fá að vinna með þessari miklu fyrirmynd á hverjum degi síðastliðin 10+ ár @ElisabetGunnarz hefur kennt mér það að það er ekkert ómögulegt. Til hamingju Boss, þú ert geggjuð https://t.co/BE0kok2MOR

— Sif Atladóttir (@sifatla) November 14, 2020

Leikur Djurgården og Uppsala fer fram á heimavelli Djurgården liðsins, hefst klukkan 14.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.


Tengdar fréttir


Elísabet Gunnarsdóttir náði stórum áfanga í dag.


Kristianstad, lið landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur undanfarin áratug, tók risaskref í sögu félagsins í gær.


Kristianstad hélt í dag áfram sigurgöngu sinni undir stjórn íslenska þjálfarans Elísabetar Gunnarsdóttur.


Elísabet Gunnarsdóttir er á sínu tólfta tímabili sem þjálfari Kristianstad í Damallsvenskan, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir