5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Elísabet sendir gögn sem eiga að sanna hæfni hennar og réttindi sem læknir

Skyldulesning

Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið, vegna andstöðu sinnar við sóttvarnarreglur og upplýsinga sem hefur verið varpað fram um að hún hafi ekki lengur lækningaleyfi, hefur sent DV gögn sem sýna fram á réttindi hennar, námsárangur og leyfi sem almennur læknir og sérfræðilæknir í gegnum tíðina, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Í tölvupósti sínum um þetta segir Elísabet:

„Þar sem færni mín og lögmæti til starfa sem læknir virðast hafa verið dregin í efa, þá sendi ég meðfylgjandi myndasafn af gögnum sem staðfesta feril minn sem löglega viðurkenndur sérfræðingur á mínu sviði.“

Skjölin sem Elísabet sendi eru samtals 15. Þar má nefna prófskírteini frá Háskóla Íslands sem sýnir að Elísabet lauk kandidatsprófi í læknisfræði árið 1997. Annað skírteini sýnir að hún hafi verið ráðin yfirlæknir hjá Sahlgrenska Universitetssjúkhuset í Svíþjóð árið 2010. Þá er enn fremur að finn íslenskt skírteini sem sýnir að Elísabet hlaut leyfi til að stunda lýtalækningar árið 2004. Meðal annarra fróðlegra gagna eru einkunnir Elísabetar í læknadeild HÍ sem voru mjög góðar.

Þess má geta að Elísabet Guðmundsdóttir er fædd árið 1971 og er því 49 ára gömul. Ferill hennar sem læknir og lýtalæknir spannar áratugi.

Engin gögn sem Elísabet sendi DV sanna þó að hún hafi gilt lækningaleyfi í augnablikinu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum staðhæfði aðspurður á upplýsingafundi í gær að Elísabet hafi ekki lækningaleyfi. Ekki liggur fyrir hvenær og hvers vegna hún missti leyfið. Nafn Elísabetar er ekki að finna í skrá yfir starfsleyfi lækna sem Landlæknir gefur út. Elísabetu var sagt upp störfum hjá Landspítalanum í lok október. Síðasti vinnudagur hennar var 30. nóvember.

DV sendi Elísabetu fyrirspurn þess efnis hverju því sætti að nafn hennar er ekki að finna í skránni og fulltrúi yfirvalda heldur því fram að hún hafi ekki lækningaleyfi. Fyrirspurninni hefur ekki verið svarað.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir