8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ellefu mörk í leikjum þeirra í fyrra (myndskeið)

Skyldulesning

Þegar Liverpool tók á móti Chelsea á síðasta tímabili fór enski meistarabikarinn á loft í leikslok, að loknum mögnuðum átta marka leik liðanna.

Chelsea mætir aftur á Anfield á fimmtudagskvöldið en nú eru liðin komin í harðan slag um sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem Chelsea er nú í fimmta sæti deildarinnar og Liverpool í því sjötta.

Í myndskeiðinu má sjá mörkin í báðum viðureignum liðanna frá síðasta tímabili þar sem samtals voru skoruð ellefu mörk – og m.a. skoraði Trent Alexander-Arnold með glæsilegum aukaspyrnum í þeim báðum. Þá má sjá Jordan Henderson lyfta bikarnum í lokin.

Leikur Liverpool og Chelsea verður sýndur beint á Símanum Sport á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.15.

Innlendar Fréttir