5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Ellen Page er Elliot Page

Skyldulesning

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppinn“ að vera komin á þann stað sem hán væri á í dag.

„Ég finn til yfirþyrmandi þakklætis fyrir það fólk sem hefur stutt mig á þessari vegferð,“ segir Page. „Ég get ekki tjáð það hversu stórkostlegt það er að elska loksins sjálfan mig nógu mikið til að taka skrefið og vera sá sem ég raunverulega er.“

Page, sem kýs að nota fornöfnin he/they, eða hann/hán, segir augnablikið hins vegar tregablandið og bendir á að a.m.k. 40 trans einstaklingar hafi verið myrtir í Bandaríkjunum á þessu ári.

„Ég bið um þolinmæði. Gleði mín er raunveruleg en hún er einnig viðkvæm. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að ég sé afar hamingjusamur og meðvitaður um þau forréttindi sem ég nýt, þá er ég líka hræddur.“

Segist hán m.a. óttast hatrið, „brandarana“ og ofbeldið.

pic.twitter.com/kwti60bZLw

— Elliot Page (@TheElliotPage) December 1, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir