6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Elskar þú jólamyndir? Draumastarfið er laust

Skyldulesning

Fyrirtækið Reviews leitar að einhverjum sem er tilbúinn til að eyða jólamánuðinum í að horfa á jólamyndir. Þetta er eflaust eitthvað sem höfðar til margra enda getur verið notalegt að liggja í sófanum og glápa á jólamyndir. Það skemmir ekki fyrir að góð laun eru í boði eða sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna.

Fyrir okkur Frónbúa er sá galli á þessu að krafa er gerð um að viðkomandi búi í Bandaríkjunum. Það er kannski hægt að redda því með að flytja í snarhasti vestur um haf.

Reviews leitar að „Chief Holiday Cheermeister“ sem á að horfa á fjölda góðra, og síður góðra, jólamynda í desember. Auk launa fær viðkomandi ársaðgang að Netflix, Hulu, Disney+, Amazon Prime, HBO Max, Apple TV+ og Hallmark Movies Now. Það er því enginn hætta á að viðkomandi verði í vandræðum með að finna eitthvað til að horfa á þegar jólamánuðinum lýkur.

Það eina sem umsækjendur þurfa að leggja til er tölva eða sjónvarp til að njóta myndanna á. Síðan þarf að horfa á 25 myndir á 25 dögum sem á nú að vera mjög yfirstíganlegt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir