8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Elsti nágrannaslagurinn

Skyldulesning

Á annan í jólum verða liðin 160 ár síðan fyrsti nágrannaslagurinn í heiminum í fótbolta var spilaður. Árið 1860 mættust tvö elstu knattspyrnulið heims í Derby-skíri á Englandi, eða Sheffield F.C. og Hallam F.C.

Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876.

Lið Sheffield FC eins og það var skipað árið 1876.

Ljósmynd/Wikipedia.org

Fyrrnefnda liðið var stofnað árið 1857 og er viðurkennt ef enska knattspyrnusambandinu og Alþjóðaknattspyrnusambandinu sem það elsta í heimi. Síðarnefnda liðið var stofnað þremur árum síðar og spilaði heimaleiki sína á Sandygate Road. Sá völlur er enn þann dag í dag heimavöllur liðsins og jafnframt sá elsti í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Sheffield-reglurnar

Bæði liðin koma frá borginni Sheffield. Aðdragandi þessa fyrsta nágrannaslags var sá að árið 1860 hafði Sheffield FC samband við krikketlið í grenndinni og spurði hvort það vildi ekki stofna fótboltalið, að því er BBC greindi frá. Það var samþykkt og liðið fékk nafnið Hallam F.C. Sama ár spiluðu liðin sinn fyrsta leik og allar götur síðan hafa þau keppt innbyrðis á hverju einasta ári en þau spila bæði í ensku áhugamannadeildinni.

Notast var við svokallaðar „Sheffield-reglur“ frá árinu 1858 sem urðu grunnurinn að þeim reglum sem eru notaðar í dag, þar á meðal með innkasti og hornspyrnu. Samkvæmt reglunum mátti einnig grípa boltann, ýta öðrum leikmönnum og skora mörk utan við markstangirnar.

Hér má fræðast nánar um elsta knattspyrnufélag í heimi, Sheffield Football Club:

Mætast í 183. sinn í Manchester

Seinna í dag eigast við nágrannarnir Manchester United og Manchester City á Old Trafford í 183. sinn. City hefur unnið 54 leiki, United 76 og 52 sinnum hafa liðin skilið jöfn.

Fyrsti deildarleikur liðanna var háður árið 1894 og lauk honum með 2:5 útisigri Newton Heath, eins og Manchester United hét í þá daga. Átta árum síðar var nafninu breytt í Manchester United. 

Innlendar Fréttir