Eltihrellir dæmdur fyrir morð – DV

0
232

Þann 19. maí 2020 var tilkynnt um hvarf Rosalio Gutierrez Jr og hefur hann ekki fundist. En þrátt fyrir það var Zachariah Anderson fundinn sekur um morðið á honum þegar kviðdómur kvað upp dóm í málinu í síðustu viku. Anderson, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um að hafa ellt og hrellt Gutierrez Jr sem var unnusti fyrrum unnustu Anderson.

Kviðdómur í Kenosha County sakfelldi Anderson fyrir morð af yfirlögðu ráði, fyrir að fela lík og fyrir ofsóknir gegn Sadie Beacham, fyrrum unnustu hans, og Gutierrez Jr.

Verjendur Anderson héldu því fram að málatilbúnaður ákæruvaldsins væri ekki reistur á neinum haldbærum gögnum því lík Gutierrez Jr. hefði ekki fundist.

Zachariah Anderson Þessu var saksóknari ósammála og sagði að Anderson hafi verið öfundsjúkur fyrrum unnusti sem hafi ekki sætt sig við að Beacham sleit sambandinu við hann. Hann lagði fram sannanir, meðal annars DNA, um að Anderson hefði elt Gutierrez Jr. og farið heim til hans áður en hann hvarf. Hann laug síðan að lögreglunni í yfirheyrslu. Hann kom staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Gutierrez Jr sem og upptökutæki.

Dómari kveður upp refsingu Anderson 16. maí næstkomandi.