2 C
Grindavik
15. maí, 2021

Elvar heldur á­fram að fara á kostum í Frakk­landi

Skyldulesning

Elvar Ásgeirsson átti enn einn stórleikinn með Nancy í kvöld þegar liðið lagði Selestat með einu marki í frönsku B-deildinni í kvöld, lokatölur 32-31.

Elvar skoraði alls sjö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp sex til viðbótar. Ekki nóg með það heldur skoraði hann markið sem tryggði Nancy sigur í leik kvöldsins.

Liðið hefur verið á blússandi siglingu síðan Elvar skrifaði undir og nú unnið sjö leiki í röð. Þar af eru sex eftir að Elvar gekk til liðs við Nancy. Þetta frábæra gengi hefur skilað liðinu á topp deildarinnar þar sem það með 28 stig, líkt og Pontault sem á hins vegar tvo leiki til góða.

Saran og Cherbourg eru svo í sætunum þar fyrir neðan með 26 stig hvort.

Grétar Ari Guðjónsson átti fínan leik í marki Nice sem tapaði með tveimur mörkum gegn Valence, lokatölur 31-29. Alls varði Grétar Ari 14 skot í leiknum en það dugði ekki til að þessu sinni.

Nice er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir