10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

EM: Yfirburðir Spánverja dugðu ekki til

Skyldulesning

Spánn og Svíþjóð mættust í lokaleik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Sevilla. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum og voru 85% með boltann, en Svíar áttu einungis 41 sendingu innan liðs í fyrri hálfleik. Spánverjar sóttu stíft en Olsen var ansi góður í markinu.

Spánverjar áttu alls 16 marktilraunir á móti fjórum hjá Svíunum. Bæði lið gerðu fimm breytingar á sínum liðum til að reyna að kreista út sigur en niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Þetta þýðir að Spánn og Svíþjóð eru bæði með 1 stig í E-riðli á EM en Slóvakar verma toppsætið eftir sigur á Pólverjum í dag.

Spánn 0 – 0 Svíþjóð

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir