8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Emil og Viðar Ari höfðu betur í Íslendingaslag – Lilleström í góðri stöðu

Skyldulesning

Fjölmargir Íslendingar hafa lokið leik í Noregi í dag. Axel Andrésson spilaði er Viking vann 2-0 sigur á Brann. Emil og Viðar Ari, leikmenn Sandefjord höfðu þá betur gegn Davíð Kristjáni í Íslendingaslag.

Norska úrvalsdeildin

Axel Andrésson, leikmaður Viking var í byrjunarliði liðsins og spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á Brann. Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Brann. Viking er í 7. sæti deildarinnar eftir 27. umferðir. Brann er í 10. sæti.

Það var Íslendingaslagur er Álasund tók á móti Sandefjord. Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasunds. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord sem vann 0-1 sigur. Sigurinn er mikilvægur fyrir Sandefjord þar sem liðið kemur sér fjær fallsvæðinu, liðið situr í 11. sæti deildarinnar en Álasund er í 16. og neðsta sæti.

Þá var nýkrýndi Noregsmeistarinn, Alfons Sampsted, í byrjunarliði Bodö/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við lærisveina Jóhannesar Þórs Harðarsonar í Start. Bodö/Glimt er búið að tryggja sér 1. sæti deildarinnar en Start er í 13.sæti.

Norska 1. deildin

Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström sem vann 2-0 sigur á KFUM. Björn Bergmann Sigurðarsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu í liði Lilleström. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar eftir 28. umferðir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir