4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Emma vinnur í kynlífsvinnu á netinu – „Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr?“

Skyldulesning

Emma Fiely og Daryl Bagg ætluðu að gifta sig í sumar en þurftu að fresta því vegna kórónuveirunnar. Það reyndist vera lán í óláni þar sem þau eiga nú meiri pening til að eyða í brúðkaupið.

Emma og Daryl eru búin að vera saman í sjö ár og ætluðu að gifta sig í sumar en þurftu að fresta því vegna faraldursins. Í lok síðasta árs hafði Emma prófað að stunda kynlífsvinnu á netinu en hún gerði það þó ekki reglulega. Þegar útgöngubannið var sett á í Bretlandi ákvað hún að prófa kynlífsvinnuna aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég bjóst við að gera,“ segir Emma í viðtali við The Sun.

„Ég hef aldrei gert neitt svona áður, áður vann ég bara á skrifstofu og í verslunum. Ég hélt að þetta væri of kynferðislegt og þar sem ég er í góðu sambandi bjóst ég ekki við því að þetta væri eitthvað fyrir mig,“ segir hún. „Ég hef ekki einu sinni stundað einnar nætur gaman því ég þarf að hafa tilfinningaleg tengsl og vera náin til að stunda kynlíf með einhverjum.“

„Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr?“

Emma vinnur sem „vefmyndavélastelpa“ eða cam-girl eins og það kallast á ensku. Vinkona hennar mælti með starfinu og tók Emma sín fyrstu skref sem cam-girl í lok síðasta árs.  „Ég vissi ekki hvernig ég átti að eiga fyrir brúðkaupinu, í lok mánaðar átti ég lítinn pening. Þetta var ekki mögulegt,“ segir Emma sem bar hugmyndina um kynlífsvinnu undir Daryl. Hann sagði henni að skoða þetta, sem hún gerði.

Í fyrstu var Emma hrædd en með tímanum áttaði hún sig á því að hún væri við stjórnvöllinn. „Þú getur gert eins mikið eða eins lítið og þú vilt. Sumar stelpur eru alveg naktar og nota kynlífsdót en persónulega vil ég bara vera ber að ofan,“ segir Emma.

Eftir nokkrar vikur sá Emma að hún var að fá miklu meiri pening úr kynlífsvinnunni heldur en venjulegu vinnunni. „Ég hugsaði bara með mér: Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? Draumurinn minn hefur alltaf verið að vinna að heiman.“

Brögð í tafli

Emma segist vera með marga fasta viðskiptavini á öllum aldri. Kennarar, læknar, hönnuðir og bóndar eru á meðal þeirra sem nýta þjónustu hennar. „Ég er með brjóst í stærð 34DD og síðan er ég með stóran rass. Allir elska rauða hárið mitt og freknurnar mínar,“ segir Emma sem vill meina að þetta útlit selji vel. „Ég er með náttúrulegan farða og augnskugga svo að augun fái að njóta sín. Ég passa að freknurnar sjáist. Síðan er ég í undirfötum, helst grænum og rauðum, það virkar mjög vel.“

Þrátt fyrir að vera í kynlífsvinnu þá vill Emma ekki stunda sjálfsfróun fyrir framan myndavélina. „Ég er bara ber að ofan og ég stjórna því hvað ég geri. Þegar einhver biður mig um að fróa mér þá er ég með sniðugt trikk. Ég færi hendina mína bara upp og niður á innra lærinu mínu en geri í rauninni ekkert kynferðislegt.“

Innlendar Fréttir