Endurfundir í Þýskalandi í sumar? – DV

0
155

FC Bayern hefur áhuga á því að kaupa Mason Mount miðjumann Chelsea í sumar en um þetta er fjallað í enskum og þýskum blöðum í dag.

Áhuginn kemur til nú þegar Thomas Tuchel er orðinn stjóri Bayern en hann og Mount áttu gott samstarf hjá Chelsea.

Tuchel er sagður vilja fá Mount til Þýskalands en líklega þarf Chelsea að selja enska landsliðsmanninn í sumar.

Chelsea þarf að safna fjármunum í sumar eftir miklu eyðslu undanfarið og er Mount einn þeirra sem ekki hefur viljað skrifa undir nýjan samning.

Tuchel og Mount unnu Meistaradeildina saman árið 2021 en Liverpool hefur einnig mikinn áhuga á að krækja í miðjumanninn knáa.

Enski boltinn á 433 er í boði